Ljósin loga lengur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 29. maí 2014 00:00 Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun