Lifir þú við útgöngubann? Árni Þór Þorgeirsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar