ATP og Secret Solstice með þeim bestu í Evrópu Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. maí 2014 12:30 Tómas Young, skipuleggjandi ATP-hátíðarinnar er ánægður með að komast á lista með nokkrum af þekktustu tónlistarhátíðum heims. visir/vilhelm Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu tónlistarheimasíðu Consequence of Sound. Um er að ræða tónlistarhátíðirnar ATP-hátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík. ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að vera kominn á lista með svona stórum hátíðum. Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,” segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar, en á sama lista má finna hátíðir á borð við Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem er í þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og Primavera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti listans.Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í sumar.mynd/einkasafnTómas segist þekkja til þessarar virtu síðu. „Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir Tómas við. Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum. ATP í Keflavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu tónlistarheimasíðu Consequence of Sound. Um er að ræða tónlistarhátíðirnar ATP-hátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til 22. júní í Laugardalnum í Reykjavík. ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að vera kominn á lista með svona stórum hátíðum. Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,” segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistarhátíðarinnar, en á sama lista má finna hátíðir á borð við Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem er í þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og Primavera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti listans.Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í sumar.mynd/einkasafnTómas segist þekkja til þessarar virtu síðu. „Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir Tómas við. Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntanlegir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclosure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum.
ATP í Keflavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira