Fórn af frjálsum vilja Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Áunnin lífeyrisréttindi eru eina eign íslenskra heimila, sem er til fulls varin gegn kröfum lánardrottna. Sama máli gegnir um innistæður séreignarlífeyris. Þó illa fari í fjármálum heimilisins og kröfuhafar hirði allar eignir fjölskyldunnar eru lífeyrisréttindin og séreignarlífeyririnn sú eina eign heimilisins sem kröfuhafar geta ekki snert. Þetta eru eignirnar sem eiga að tryggja fjölskyldufeðrum og -mæðrum sem áhyggjuminnst ævikvöld eftir að starfsdegi lýkur. Lífeyrisréttindin ein og sér geta ekki tryggt fólki nema takmarkaðan hlut af viku- eða mánaðarlaunum þess meðan það var á vinnumarkaði. Því var opnuð sú leið að fólk gæti keypt sér aukin réttindi með 2% innleggi í séreignarlífeyri gegn jafn háu framlagi frá atvinnuveitanda. Þannig var boðið upp á þann kost að tryggja fólki enn betri afkomu á efri árum en einber lífeyrissjóðsaðild gat gert. Og einmitt þess vegna voru þessi réttindi séreignarlífeyris varin með sama hætti og réttindin í lífeyrissjóðunum. Þó kröfuhafar gætu hirt allar eigur skuldugra heimila í fjárþröng gátu þeir og geta ekki snert eignir heimilanna í lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyri. Þetta á að vera ósnertanleg eign til ráðstöfunar þegar starfsævi lýkur og ellin sækir fólk heim.Nema hvað? Nema! Nema hvað? Nema heimilin taki þá ákvörðun að taka út séreignarlífeyrinn sinn og breyta honum í einhverja þá eign, sem ekki verður varin fyrir kröfuhöfum og löggjafinn, Alþingi, leyfi þeim það. Breyti honum t.d. í eignarhluta í húseign, eignarhluta í bifreið (eins og dæmi eru til um) – eða í utanlandsferð þar sem eignin er horfin að ferð lokinni. Slíkir fjölskyldufeður og -mæður eiga svo von á slakari afkomu sem því nemur á efri árum – en hvað hirða sumir Íslendingar hvort eð er um það. Það er hin líðandi stund sem skiptir svo marga svo miklu máli. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er eitthvað, sem er handan tíma og rúms. Auk þess sem það hlýtur að reddast! En hvaða meiri greiða er hægt að gera núverandi og væntanlegum kröfuhöfum á hendur íslenskum heimilum en þá, að heimilin fáist til þess að breyta lögvörðum eignum sínum í kröfugerðartilefni lánardrottna? Og svo álíta margir þetta vera sérstakan happafeng fyrir sig og sína. Happafeng að geta að eigin frumkvæði breytt lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform sem njóta engrar verndar fyrir kröfum kröfuhafa. Sem hægt er svo að hirða af skuldsettu fólki nánast með einu pennastriki.Himinhrópandi þögn Mig undrar hve lífeyrissjóðirnir hafa þagað þunnu hljóði þegar meira að segja bankarnir eru farnir að auglýsa námskeið og fræðslufundi til þess að hjálpa starfandi fólki við að breyta lögvörðum eignum sínum í önnur eignarform, sem eru óvarin fyrir kröfuhöfum. Nú eru bankarnir sjálfir þeir aðilar í landinu, sem mestar og stærstar kröfur eiga á hendur heimilum. Það er því eðlilegt frá sjónarhóli þeirra eigin hagsmuna að þeir hjálpi fólki við að skerða hinar lögvörðu eignir sínar og breyta þeim í andlag kröfugerða lánastofnana. En hví þegja lífeyrissjóðirnir og stéttarfélögin, sem börðust fyrir þessum réttindum? Hví þegja þeir þegar gerð er atlaga að réttindum, sem þeir skópu, með það að markmiði að breyta einu lögvörðu eignum heimilanna í önnur eignarform, sem bankar og aðrar lánastofnanir geta gengið að og hirt af fólki sem ratað hefur í skuldaraunir og með því auk þess fórnað stórum hluta afkomu sinnar á elliárunum í hendurnar á óskyldum lánardrottnum á markaði. Hví þessi himinhrópandi þögn lífeyrissjóða og stéttarfélaga?
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar