Feitir tónleikar í nýstárlegum stíl Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:30 Jón Svavar Jósefsson: "Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja.“ Vísir/Stefán Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira