Sterkir karakterar í dívuhópnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. maí 2014 16:00 Boudoir Hópurinn er eingöngu skipaður konum eins og nafnið bendir til, en Boudoir þýðir kvennadyngja eða búningsherbergi. „Þetta er ansi blandað prógramm,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir, ein söngkvennanna í Boudoir, spurð um efnisskrá tónleikanna í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. „Svona rjóminn af því sem við höfum verið að æfa í vetur. Við erum flestar einsöngvarar og tökum hver um sig eitt lag. Þau eru úr ýmsum áttum; úr söngleikjum, óperettum, óperum, eða jafnvel bara dægurlög. Kórlögin eru síðan alls konar skemmtilegar útsetningar á þekktum lögum og nokkrar þeirra eru eftir stjórnandann okkar, Julian Hewlett, auk þess sem við syngjum fimm lög eftir hann sjálfan.“ Kvennasönghópurinn Boudoir var stofnaður í haust sem leið af faglærðum söngkonum og konum sem einnig eru starfandi sem einsöngvarar. Spurð hvort það geti ekki verið erfitt að hafa svona margar dívur í einum kór fer Kristín að hlæja. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman,“ segir hún. „Það eru náttúrulega sterkir karakterar í hópnum, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra.“ Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju hefjast klukkan 17 á sunnudaginn en á morgun verður smáupphitun á Hlemmur Square þar sem flutt verða nokkur lög úr efnisskránni. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett og Judith Thorbergsson leikur með á píanó. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er ansi blandað prógramm,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir, ein söngkvennanna í Boudoir, spurð um efnisskrá tónleikanna í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. „Svona rjóminn af því sem við höfum verið að æfa í vetur. Við erum flestar einsöngvarar og tökum hver um sig eitt lag. Þau eru úr ýmsum áttum; úr söngleikjum, óperettum, óperum, eða jafnvel bara dægurlög. Kórlögin eru síðan alls konar skemmtilegar útsetningar á þekktum lögum og nokkrar þeirra eru eftir stjórnandann okkar, Julian Hewlett, auk þess sem við syngjum fimm lög eftir hann sjálfan.“ Kvennasönghópurinn Boudoir var stofnaður í haust sem leið af faglærðum söngkonum og konum sem einnig eru starfandi sem einsöngvarar. Spurð hvort það geti ekki verið erfitt að hafa svona margar dívur í einum kór fer Kristín að hlæja. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman,“ segir hún. „Það eru náttúrulega sterkir karakterar í hópnum, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra.“ Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju hefjast klukkan 17 á sunnudaginn en á morgun verður smáupphitun á Hlemmur Square þar sem flutt verða nokkur lög úr efnisskránni. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett og Judith Thorbergsson leikur með á píanó.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira