"Við ætlum ekki að skella bara í lás“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2014 12:00 Ragnheiður Skúladóttir Fréttablaðið/Valli „Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira