Sperðill þýðir vandræði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:30 „Jón Gnarr borgarstjóri sagði efni Sperðils tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra,“ segir Grétar Magnús. Fréttablaðið/GVA Kvikmyndin Sperðill snýst um tvo samkynhneigða karlmenn, barneignir og ættleiðingar, að sögn höfundar hennar, Grétars Magnúsar Grétarssonar tónlistarmanns sem reyndar kallar sig Tarnús jr. Grétar Magnús lærir leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og var að ljúka þriðju önn við skólann. Mynd hans Sperðill var frumsýnd í Bíó Paradísi í vikunni og nýlega tók hann við styrk frá Mannréttindaráði borgarinnar vegna gerðar hennar. „Jón Gnarr borgarstjóri veitti verðlaun og styrki í Höfða og sagði efni myndarinnar tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra. Ég ætla að senda hana á kvikmyndahátíðir, einkum gay-hátíðir.“ Sperðill er leikin mynd, rúmar 16 mínútur að lengd. Skyldi Grétar Magnús hafa haft sérstakar persónur í huga þegar hann skrifaði handritið? „Nei, sagan varð til í handritstíma í skólanum en þróaðist út í meiri alvöru.“ En af hverju heitir myndin Sperðill? „Sperðill getur þýtt vandræði og það er mín túlkun. Elsta varðveitta leikrit sem samið var á íslensku heitir Sperðill, það er frá síðari hluta 18. aldar og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Þar fékk ég hugmyndina.“ Nú á Grétar Magnús eina önn eftir við Kvikmyndaskólann. Þá mun hann gera enn stærri mynd. Skyldi hann vera byrjaður að undirbúa hana? „Ég er kominn með ýmsar hugmyndir en á eftir að móta þær og hef sumarið til að pæla í þeim. Égverð að skrifa og vinna í allt sumar.“ Grétar Magnús hefur gefið út tvær hljómplötur. Hann syngur, semur og heldur tónleika og þá undir nafninu Tarnús jr. Kveðst hafa tekið það eftir föður sínum, Grétari Magnúsi Guðmundssyni, listmálara í Hafnarfirði, sem notar Tarnús sem listamannsnafn. „Tarnús er búið til úr þremur síðustu stöfunum í nöfnunum okkar. Pabbi bjó það til en þar sem ég heiti sömu nöfnum bæti ég bara jr. aftan við,“ segir þessi ungi listamaður. Hann bendir á að sýningar á útskriftarverkefnum nemenda Kvikmyndaskólans séu í Bíói Paradís þessa viku og séu opnar almenningi. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kvikmyndin Sperðill snýst um tvo samkynhneigða karlmenn, barneignir og ættleiðingar, að sögn höfundar hennar, Grétars Magnúsar Grétarssonar tónlistarmanns sem reyndar kallar sig Tarnús jr. Grétar Magnús lærir leikstjórn og framleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og var að ljúka þriðju önn við skólann. Mynd hans Sperðill var frumsýnd í Bíó Paradísi í vikunni og nýlega tók hann við styrk frá Mannréttindaráði borgarinnar vegna gerðar hennar. „Jón Gnarr borgarstjóri veitti verðlaun og styrki í Höfða og sagði efni myndarinnar tvímælalaust snúast um réttindamál samkynhneigðra. Ég ætla að senda hana á kvikmyndahátíðir, einkum gay-hátíðir.“ Sperðill er leikin mynd, rúmar 16 mínútur að lengd. Skyldi Grétar Magnús hafa haft sérstakar persónur í huga þegar hann skrifaði handritið? „Nei, sagan varð til í handritstíma í skólanum en þróaðist út í meiri alvöru.“ En af hverju heitir myndin Sperðill? „Sperðill getur þýtt vandræði og það er mín túlkun. Elsta varðveitta leikrit sem samið var á íslensku heitir Sperðill, það er frá síðari hluta 18. aldar og er eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Þar fékk ég hugmyndina.“ Nú á Grétar Magnús eina önn eftir við Kvikmyndaskólann. Þá mun hann gera enn stærri mynd. Skyldi hann vera byrjaður að undirbúa hana? „Ég er kominn með ýmsar hugmyndir en á eftir að móta þær og hef sumarið til að pæla í þeim. Égverð að skrifa og vinna í allt sumar.“ Grétar Magnús hefur gefið út tvær hljómplötur. Hann syngur, semur og heldur tónleika og þá undir nafninu Tarnús jr. Kveðst hafa tekið það eftir föður sínum, Grétari Magnúsi Guðmundssyni, listmálara í Hafnarfirði, sem notar Tarnús sem listamannsnafn. „Tarnús er búið til úr þremur síðustu stöfunum í nöfnunum okkar. Pabbi bjó það til en þar sem ég heiti sömu nöfnum bæti ég bara jr. aftan við,“ segir þessi ungi listamaður. Hann bendir á að sýningar á útskriftarverkefnum nemenda Kvikmyndaskólans séu í Bíói Paradís þessa viku og séu opnar almenningi.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira