Speglar samtímann og söguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 14:30 "Á veggjunum snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir Rax. Fréttablaðið/GVA „Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira