Mikilfenglegasta sinfónía Mahlers kynnt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 12:00 Árni Heiðar hefur tvisvar farið á flutning á þriðju sinfóníu Mahlers og segir þá tónleika alltaf sitja í minningunni. Úr einkasafni „Tónlist Gustavs Mahlers spannar allan skalann og sveiflar manni öfganna á milli. Þar getur ýmislegt gerst og framvindan er ekki alltaf eins og maður býst við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Hann ætlar að leiða hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20 og kveðst ekki vera í vandræðum með að finna frásagnarverða þætti í henni því af mörgu sé að taka. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían er ein sú mikilfenglegasta sem Mahler samdi, en hún heyrist sjaldan á tónleikum og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. „Tónlistin er gífurlega flott, með mjög glæsilegum hápunktum en viðkvæmari köflum á milli og nýtur sín auðvitað hvergi betur en í lifandi flutningi í góðum hljómburði. Það er líka margt fólk sem tekur þátt, risastór hljómsveit, bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton, sem er eitt heitasta nafnið í dag, og tveir kórar; kvennakór og barnakór sem báðir eru undir stjórn Möggu Pálma. Svo er Osmo Vänskä að stjórna og hann var nú að vinna Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þetta er stórviðburður enda er öllu tjaldað til.“ Aðgangur að kynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Tónlist Gustavs Mahlers spannar allan skalann og sveiflar manni öfganna á milli. Þar getur ýmislegt gerst og framvindan er ekki alltaf eins og maður býst við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Hann ætlar að leiða hlustendur um heim þriðju sinfóníu Mahlers í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20 og kveðst ekki vera í vandræðum með að finna frásagnarverða þætti í henni því af mörgu sé að taka. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir kynningunni, en verkið er á dagskrá hennar þann 23. maí, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían er ein sú mikilfenglegasta sem Mahler samdi, en hún heyrist sjaldan á tónleikum og hefur aðeins einu sinni áður verið flutt á Íslandi. „Tónlistin er gífurlega flott, með mjög glæsilegum hápunktum en viðkvæmari köflum á milli og nýtur sín auðvitað hvergi betur en í lifandi flutningi í góðum hljómburði. Það er líka margt fólk sem tekur þátt, risastór hljómsveit, bandaríska mezzósópransöngkonan Jamie Barton, sem er eitt heitasta nafnið í dag, og tveir kórar; kvennakór og barnakór sem báðir eru undir stjórn Möggu Pálma. Svo er Osmo Vänskä að stjórna og hann var nú að vinna Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þetta er stórviðburður enda er öllu tjaldað til.“ Aðgangur að kynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira