Sjálfsprottna menningu. Ekki hótelæði Ragnar Auðun Árnason skrifar 19. maí 2014 07:00 Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar