Vegleg sýning á verkum íslenskra stjarna í myndlistarheiminum Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. maí 2014 10:00 Verk á sýningunni eftir Helga Þorgils. Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í byrjun mánaðar opnaði Listasafn Íslands viðamikla sýningu á verkum íslenskra listamanna í Kunsthalle Recklinghausen í Þýskalandi. „Sýningin ber heitið Saga – Narrative Art og eru þar sýnd verk eftir marga af bestu og þekktustu listamönnum Íslands, svo sem Kjarval, Erró, Sigurð Guðmundsson, Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Kristleif Björnsson, Ólöfu Nordal, Helga Þorgils Friðjónsson, Ragnar Kjartansson, Steingrím Eyfjörð, Björk Guðmundsdóttur, Huldu Hákon, Önnu Hallin, Þórð Ben Sveinsson, Hrafnkel Sigurðsson og Ósk Vilhjálmsdóttur,“ segir Halldór Björn Runólfsson, annar sýningarstjóra Saga – Narrative Art. Auk verka áðurnefndra listamanna verða á sýningunni verk eftir erlenda listamenn, sem unnin eru á Íslandi. „Þau verk byggja beinlínis á tengslum höfundanna við íslenska náttúru, frásagnarhefð og landslag,“ segir Halldór. Um er að ræða verk eftir bandarísku listakonuna Cindy Sherman, tékknesku listakonuna Magdalenu Jetelová og 19. aldar meistarann þýska Johann Heinrich Hasselhorst. „Eftir Hasselhorst liggur forláta verk af Þingvalladældinni frá miðri 19. öld; elsta varðveitta málverk af Þingvöllum,“ útskýrir Halldór og heldur áfram. „Verk Cindy Sherman sýna brunasandinn við Kirkjubæjarklaustur bak við listakonuna, íklædda upprunalegum hátíðarkjólum frá Coco Chanel. Magdalena Jetelová tekst hins vegar á við Þingvelli með leisigeislatækni, sem stuðlað hefur að kynningu á svæðinu langt út fyrir landamæri markaðsmiðaðra ferðakynninga.“ Sýningin hefur þegar verið vel sótt, en búist er við tugþúsundum gesta. „Þetta er einn veglegasti listviðburður í Ruhr-héraðinu vorið 2014,“ segir Halldór. Sýningin stendur yfir til 6. júlí.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira