Frumflutningur á þýðingu Fuglsins bláa 12. maí 2014 12:00 Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Fréttablaðið/GVA Vonarstrætisleikhúsið með stuðningi Tjarnarbíós efnir til leiklestrar á Fuglinum bláa annað kvöld, þriðjudaginn 13. maí, til eflingar á hugsjónastarfi Amnesty International, en Íslandsdeild Amnesty verður 40 ára á þessu ári. Fuglinn blái verður fluttur í Tjarnarbíói annað kvöld til stuðnings Amnesty International. Fuglinn blái er eitt þekktasta verk leikbókmenntanna og hlaut höfundurinn, Maurice Maeterlinck, bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir það verk árið 1911. Fuglinn blái fór sigurför um heiminn þegar hann kom fram, þrátt fyrir að hann krefðist feikilegs sviðsbúnaðar og í honum væru 106 hlutverk. Hann hefur tvisvar verið kvikmyndaður og einnig var búin til leikin sjónvarpsröð byggð á honum. Hér er leikurinn styttur til muna og það eru 17 leikarar sem fara með hlutverkin, margir þó mörg. Hátt á annan tug þjóðkunnra listamanna taka þátt í flutningnum á leiknum sem er í íslenskum búningi eftir Einar Ól. Sveinsson. Þetta er frumflutningur á þessari þýðingu, en leikurinn hefur verið leikinn um víða veröld í heila öld. Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Allir listamenn sem koma að flutningi Fuglsins bláa gera það endurgjaldslaust og Tjarnarbíó leggur einnig fram húsaskjólið endurgjaldslaust til ágóða fyrir Amnesty. Leiklesturinn hefst klukkan 20. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Vonarstrætisleikhúsið með stuðningi Tjarnarbíós efnir til leiklestrar á Fuglinum bláa annað kvöld, þriðjudaginn 13. maí, til eflingar á hugsjónastarfi Amnesty International, en Íslandsdeild Amnesty verður 40 ára á þessu ári. Fuglinn blái verður fluttur í Tjarnarbíói annað kvöld til stuðnings Amnesty International. Fuglinn blái er eitt þekktasta verk leikbókmenntanna og hlaut höfundurinn, Maurice Maeterlinck, bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir það verk árið 1911. Fuglinn blái fór sigurför um heiminn þegar hann kom fram, þrátt fyrir að hann krefðist feikilegs sviðsbúnaðar og í honum væru 106 hlutverk. Hann hefur tvisvar verið kvikmyndaður og einnig var búin til leikin sjónvarpsröð byggð á honum. Hér er leikurinn styttur til muna og það eru 17 leikarar sem fara með hlutverkin, margir þó mörg. Hátt á annan tug þjóðkunnra listamanna taka þátt í flutningnum á leiknum sem er í íslenskum búningi eftir Einar Ól. Sveinsson. Þetta er frumflutningur á þessari þýðingu, en leikurinn hefur verið leikinn um víða veröld í heila öld. Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Allir listamenn sem koma að flutningi Fuglsins bláa gera það endurgjaldslaust og Tjarnarbíó leggur einnig fram húsaskjólið endurgjaldslaust til ágóða fyrir Amnesty. Leiklesturinn hefst klukkan 20.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira