Borgarbúar allir jafn mikilvægir Björk Vilhelmsdóttir skrifar 10. maí 2014 07:00 Við skiptum öll máli. Það eru mikilvæg mannréttindi að taka virkan þátt í samfélaginu. Ef ekki væri fyrir margbreytileika mannfólksins yrðum við fljótt leið hvert á öðru. Hvert mannsbarn er einstakt og við eigum að fagna fjölbreytninni og ekki síst þeim sem þurfa á stuðningi samfélagsins að halda. Réttindi fatlaðs fólks ber að virða og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf skal höfð að leiðarljósi. Samfylkingin telur að það þurfi að bæta þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar frá því sem nú er. Til þess þarf aukið fjármagn og er það kappsmál okkar nú þegar unnið er að endurmati á yfirfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga að samið verði um meira fé til að mæta þörfum fatlaðra íbúa út frá þeirri stefnu sem sett hefur verið af öllum flokkum á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á eftirfarandi atriði: Við viljum koma til móts við fólk með fötlun í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við ætlum að vinna áfram að þróun og innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Við ætlum að skilgreina rétt til þjónustu óháðan búsetuformi. Við viljum vinna markvisst að því að eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu. Við ætlum að eyða biðlistum eftir húsnæði og vinna markvisst að lokun herbergjasambýla. Við lítum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins og almenningssamgöngur og viljum að ferðaþjónustan sé til reiðu þegar hennar er þörf og óháð bílastyrkjum TR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við skiptum öll máli. Það eru mikilvæg mannréttindi að taka virkan þátt í samfélaginu. Ef ekki væri fyrir margbreytileika mannfólksins yrðum við fljótt leið hvert á öðru. Hvert mannsbarn er einstakt og við eigum að fagna fjölbreytninni og ekki síst þeim sem þurfa á stuðningi samfélagsins að halda. Réttindi fatlaðs fólks ber að virða og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf skal höfð að leiðarljósi. Samfylkingin telur að það þurfi að bæta þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar frá því sem nú er. Til þess þarf aukið fjármagn og er það kappsmál okkar nú þegar unnið er að endurmati á yfirfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga að samið verði um meira fé til að mæta þörfum fatlaðra íbúa út frá þeirri stefnu sem sett hefur verið af öllum flokkum á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á eftirfarandi atriði: Við viljum koma til móts við fólk með fötlun í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við ætlum að vinna áfram að þróun og innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Við ætlum að skilgreina rétt til þjónustu óháðan búsetuformi. Við viljum vinna markvisst að því að eyða biðlistum eftir stuðningsþjónustu. Við ætlum að eyða biðlistum eftir húsnæði og vinna markvisst að lokun herbergjasambýla. Við lítum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins og almenningssamgöngur og viljum að ferðaþjónustan sé til reiðu þegar hennar er þörf og óháð bílastyrkjum TR.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar