Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:00 Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sett á svið í Danmörku og Póllandi á næstunni. vísir/valli „Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verkið hans, Sagan af bláa hnettinum verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgarleikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóðleikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefnd til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Hún kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni. Það er alltaf gaman að koma til Asíu, næsta skref er svo bara að fara gefa bókina út í Norður Kóreu,“ segir Andri Snær og hlær. Bókin er komin út í Kína og í Suður Kóreu. Andri Snær er með mörg járn í eldinum en drög að fjórum verkum eru í bígerð. „Ég er með svona fimm ára áætlun og er með fjögur stór verkefni í pípunum en veit ekki nákvæmlega í hvaða röð þau munu fæðast.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt, það er svo gaman að sjá nýtt „take“ á þessu,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason en verkið hans, Sagan af bláa hnettinum verður sett á svið í einu virtasta leikhúsi Danmerkur á næsta leikári, Borgarleikhúsinu í Álaborg. Þá er einnig verið að setja verkið upp í Gdansk í Póllandi þann 17. maí næstkomandi. „Erling Jóhannesson er að leikstýra þessu þar, þetta er samvinnuverkefni í Póllandi,“ bætir Andri Snær við. Hljómsveitin Múm, sem gerði tónlistina við upphaflegu uppsetninguna á verkinu í Þjóðleikhúsinu árið 2001, er að búa til nýja tónlist fyrir uppsetningu Bláa hnattarins í Póllandi. Leikritið hefur fyrir verið sett upp í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi, Maxim Gorky í Berlín, Lucerne í Sviss og fjöldi áhugaleikhúsa hefur sett verkið upp. Blái hnötturinn er tilnefnd til UKLA-verðlaunanna í Bretlandi en verðlaunin eru ein virtustu barnabókaverðlaun Bretlands. „Ég held að þetta sé eina útlenska bókin sem tilnefnd er.“ Sagan af bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. Hún kom fyrst út árið 1999. „Í umsókninni minni um Listamannalaunin árið 1998, stendur að ég ætli að skrifa barnabók sem verður endurprentuð í 200 ár,“ segir Andir Snær léttur í lundu. Sagan af Bláa hnettinum er komin út á 30 tungumálum og enn bætist við tungumálin. „Bókin er að koma út á pólsku í næstu viku og þá er hún einnig að koma út á kínversku í Taívan á næstunni. Það er alltaf gaman að koma til Asíu, næsta skref er svo bara að fara gefa bókina út í Norður Kóreu,“ segir Andri Snær og hlær. Bókin er komin út í Kína og í Suður Kóreu. Andri Snær er með mörg járn í eldinum en drög að fjórum verkum eru í bígerð. „Ég er með svona fimm ára áætlun og er með fjögur stór verkefni í pípunum en veit ekki nákvæmlega í hvaða röð þau munu fæðast.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira