Var Ísland ekki dönsk nýlenda? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. maí 2014 12:00 Ólafur Rastrick: "Íslendingar hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi.“ Vísir/GVA Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira