Stöndum vörð um hjartað í Vatnsmýri Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 6. maí 2014 07:00 Mikið hefur verið þráttað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngumiðstöð, aðflugsljós, trjáklippingar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið þráttað um framtíð Reykjavíkurflugvallar, einkum frá aldamótum. Ríkið og Reykjavíkurborg hafa verið í alls kyns hrossakaupum um samgöngumiðstöð, aðflugsljós, trjáklippingar, kennsluflug, neyðarflugbraut og loks niðurrif Reykjavíkurflugvallar. Til tíðinda dró þó þann 25. október sl. þegar undirrituð voru tvö samkomulög í Hörpu. Annað var undirritað af forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóra, formanni borgarráðs og forstjóra Icelandair Group og sneri að því að fresta lokun aðalflugbrautar, N/S-brautar, frá 2016 til 2022, til samræmis við gildandi samgönguáætlun og setja á laggirnar nefnd sem á að kanna til hlítar hvort önnur staðsetning finnist fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Hitt samkomulagið varð til vegna þess að forsætisráðherra þvertók fyrir að skrifa undir þau ákvæði sem þar eru, meðal annars lokun neyðarbrautarinnar (NA/SV) og úthýsingu kennslu- og æfingaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Þegar þetta var undirritað þá lá ekki fyrir áhættumat vegna lokunar á neyðarbrautinni eða möguleg staðsetning fyrir kennslu- og æfingaflug. Hins vegar lá fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færi í ruslflokk á alþjóðlegan mælikvarða við lokun neyðarbrautarinnar. Við þetta má ekki una. Ef enginn stendur vörð um miðstöð innanlandsflugs nú, þá er raunveruleg hætta á því að flugvallarandstæðingar í núverandi meirihluta borgarstjórnar fái tækifæri til að ljúka ætlunarverki sínu og rífa Reykjavíkurflugvöll í flumbrugangi þrátt fyrir að ljóst sé að um 72% borgarbúa sé því mótfallin. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, færi í vanhugsaðar framkvæmdir sem spilla samgöngum, eins og dæmin sanna. Þar standa upp úr framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún, að ógleymdri Snorrabraut, sem spillt var þrátt fyrir öflug mótmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á þeim grundvelli að það ógnaði öryggi íbúa norðurborgarinnar. Þá er rétt að nefna að eftir að í hámæli komust draumkenndar og yfirgangssamar hugmyndir meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins við hverfisskipulag, þá sáu þau þann kostinn vænstan að fella eigin tillögur í borgarráði. Vinnubrögð sem þessi, þar sem unnið er gegn vilja borgarbúa og reynt að fara á bak við þá, mega ekki líðast í opinberri stjórnsýslu. Stöndum vörð um vilja borgarbúa, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar