Hver ber ábyrgð á Orkuveitu Reykjavíkur? S. Björn Blöndal skrifar 5. maí 2014 00:00 Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar