Er þjóðin föl fyrir fé? Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. apríl 2014 06:00 Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var?
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar