Læra að teikna drauma sína Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 14:00 „Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna,“ segir Guðríður. Fréttablaðið/Pjetur „Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira