Þegar ein báran rís Einar Benediktsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ein báran rís er önnur vís. Fyrst var það með yfirtökunni á Krímskaga að Rússland færði út landamæri sín til vesturs í skjóli hervalds. Síðan fékk stefnan, sem Vladimír Pútin kennir við „Novorossiya“, fljótlega sína birtingarmynd á Norðurslóðum. Þannig var fyrirsögnin í fréttatilkynningu frá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti þann 22. apríl: Russia to Build Network of Modern Naval Bases in Arctic - Putin. Haft er eftir forsetanum: „Við þurfum að styrkja okkar hernaðarlegu innviði. Sérstaklega þarf að að koma upp samhæfðu neti flotabækistöðva vegna nýrrar kynslóðar skipa og kafbáta.“ Þessari endurskipulagningu skal lokið 2014. Um er að ræða opnun tveggja flugvalla og hafna við Íshafið og sjö flugvalla annars staðar sem lokað var 1993. Norðurflotinn verður með 40 ný skip 2020 og nýir ísbrjótar, bæði kjarnorku- og dísilknúðir, eru í smíðum. Yfirflug sprengjuflugvéla frá Kolaskaga inn í loftrýmissvæði NATO hófst 23. apríl með slíkri heimsókn til Skotlands. Ekki verður betur séð en að Rússar búi sig undir að líta á Íshafið sem sitt eigið, mare nostrum eins og Rómverjar til forna sögðu um Miðjarðarhafið. Með tímanum hefur staða Íslands í öryggislegu tilliti orðið æ sérkennilegri. Þar koma bæði til gjörbreyting ytri aðstæðna og hið heimatilbúna. Ísland er eina aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sem bæði er í lausum pólitískum tengslum við helstu Evrópuríkin og án landvarna, frá því að vera með takmarkaðir loftvarnir fram til 2006. Íslensk stjórnvöld töldu óráðlegt að bandaríski flugherinn hyrfi héðan með öllu og hafa sennilega notið stuðnings ýmissa annarra en þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Eftir brottförina frá Keflavík hefur áhugi Atlantshafsbandalagsins á Norðurslóðum verið með minnsta móti enda vóg stríðsrekstur í Afganistan þyngra en annað. Því var það væntanlega, að Kínverjar hafa talið sér leik á borði í að flétta Ísland inn í sín áform enda ekki skort áeggjan af æðstu stöðum. Kínverjar eru þrotlausir í að nýta jarðgæði um heim allan. Það á við um námavinnslu á Grænlandi, olíu- og gasvinnslu á hafsbotni hér um kring og ekki hvað síst í mikilli hafnaraðstöðu á Íslandi vegna hinnar nýju norðaustur-siglingaleiðar um heimskautið. Fari svo að Rússar drottni í norðri ætti bandalag þeirra og Kínverja að duga þeim síðarnefndu til einhvers. Vonandi bera aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um að hefta yfirtöku Rússa á hinum rússneskumælandi austurhéruðum Úkraínu árangur. Nú ríkir spenna með mannfalli og ögrandi yfirlýsingum í stað viðleitni um þá augljósu lausn, að komið sé á fót úkraínsku þjóðfélagi með verulegri sjálfstjórn í vestur- og austurhlutum landsins. En það kann að vera borin von, að einfaldar lausnir finnist í gömlum deilumálum og flækjast inn í austur-vestur samskiptin fyrrum og upplausn Sovétríkjanna. Þar er ekki að finna forsendur fyrir því að nú leiði til nýs kalds stríðs. Afskrifa verður þann möguleika að vopnuð átök verði vegna Úkraínu. Ekkert Evrópuríki er reiðubúið til að heyja stríð vegna þessarar deilu. Varnir NATO-ríkja, sem njóta tækniyfirburða Bandaríkjanna, útiloka árás á þau enda yrði slíkt tilefni heimsstyrjaldar. Bandarísk stjórnvöld hafa um skeið gert bandamönnum sínum í NATO það fullljóst, að þeim er óásættanlegt að standa straum af bróðurhluta sameiginlegs varnarkostnaðar. Í þeim efnum verður Evrópa að sjá um sig sjálf og taka þá forystu sem nauðsynleg er. Ekki er annarra kosta völ en að aðildarríki ESB, innan NATO eða utan, standi saman í varnar og öryggismálum. Til marks má taka loftrýmisgæsluna á Íslandi. Tvö ESB-ríki, Svíþjóð og Finnland, utan NATO senda sínar orrustuþotur til Íslands undir forystu Norðmanna og er þar með ný vídd fengin í Norðurlandasamstarfinu. Öryggi nágranna Úkraínu er ekki hvað síst það að vera innan sameiginlegra landamæra ESB, sem tryggir þau, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum. Einmitt það gerðu Finnland og Eystrasaltsríkin vegna framtíðar sinnar sem fullvalda lýðræðisríki. Það sama á vissulega við um Ísland. Stefnumörkun í norðurskautsmálum er tækifæri að ná aftur virkari samvinnu við Bandaríkin um gagnkvæm öryggis- og varnarmál, svo sem nauðsynlegt er. Önnur hlið þjóðaröryggis lýtur að hinu efnahags- og viðskiptalega og þar er rétt ólokið því verki að samningur sýni svart á hvítu hvaða kjör bjóðast við aðild að Evrópusambandinu. Fyrir liggur að samningaviðræðurnar höfðu gengið vel, skilað miklu og að meirihluti landsmanna vill að þeim sé lokið. Líta verður til ESB-aðildar okkar í því víðara samhengi, að með því að staðfesta að hér eru norðurmörk Evrópuþjóða, yrðu Íslendingar til þess að leggja sinn mikla skerf til um aukinn stöðugleika á Norðurslóðum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun