Að sigra tindinn Mikael Torfason skrifar 22. apríl 2014 07:00 Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun