Að sigra tindinn Mikael Torfason skrifar 22. apríl 2014 07:00 Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun