Barnaborgin Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. apríl 2014 07:00 Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar