Bara gumpurinn upp úr? Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. apríl 2014 11:37 Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun