Barnapakkinn Dagur B. Eggertsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum að láta enda ná saman og eiga fyrir fjölbreyttum frístundum fyrir krakkana og öðrum útgjöldum. Tónlist, íþróttir og aðrar skipulagðar frístundir eru engu að síður ómetanlegur undirbúningur fyrir framtíðina. Það er prinsipp að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um þátttöku í frístundastarfi. Samfylkingin kynnti því tillögur um hækkun frístundakorts úr 30.000 í 50.000 á hvert barn á stefnuþingi um helgina. Þetta verður innleitt í áföngum og útfært í samráði við frístundageirann. Hækkun frístundakortsins er hluti af „barnapakka“ Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Borg sem er góð fyrir börn hlúir að framtíðinni. Þannig borg er góð fyrir alla.Barnapakkinn er í fjórum liðum.Í fyrsta lagi. Reykjavík er og verði áfram hagstæðust fyrir fjölskyldur. Þetta þýðir að samanlagðir skattar, fasteignaskattar, gjöld og gjaldskrár verði áfram hagstæðust í Reykjavík í samanburði við önnur sveitarfélög.Í öðru lagi. Systkinaafsláttur verði veittur þvert á skólastig. Reykjavík býður ríkulega systkinaafslætti fyrir barnafjölskyldur. Þessi nýjung þýðir að fjölskyldur fái afslátt vegna systkina þó að að annað þeirra sé á leikskóla en hitt í grunnskóla. Þetta teljum við vera sanngjarna kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum.Í þriðja lagi. Frístundakort verði hækkuð úr 30.000 kr. í 50.000 kr. á hvert barn á kjörtímabilinu, skv. útfærslu sem unnin verði í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Við höfum áhyggjur af því að sum börn fari á mis við skipulagt tómstundastarf vegna fjárhagsaðstæðna. Með því að hækka frístundakortið vinnum við gegn því.Í fjórða lagi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum aðferðum í áföngum. Þetta er risastórt samfélagslegt verkefni sem mun taka tíma en er ekki að hægt skilja eftir til úrlausnar fyrir foreldra ungra barna. Fæðingarorlof þarf að lengja. Síðan þarf að tryggja öryggi og auðveldara aðgengi að þjónustu eftir að orlofi lýkur í samvinnu við dagforeldra, ungbarnaleikskóla en síðast en ekki síst að krakkar komist yngri inn á venjulega leikskóla. Barnapakkinn er eitt af aðalstefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Öll stefnumál okkar taka mið af fimm ára áætlun um fjárhag Reykjavíkurborgar og ábyrgri stefnu í fjármálum borgarinnar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar