Alltaf unun að hlýða á upprunaleg hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 15:00 "Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum,“ segir Benedikt sem er líka að syngja hlutverk guðspjallamannsins í Berlín um þessar mundir, en þar með ballettdönsurum. Fréttablaðið/GVA „Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér líst stórvel á þetta. Það er gaman að vera með svona flottum hljóðfæraleikurum sem spila á upprunaleg hljóðfæri og alltaf er unun að hlýða á,“ segir Benedikt Kristjánsson tenór, sem syngur hlutverk guðspjallamannsins í Jóhannesarpassíunni í Grafarvogskirkju á laugardaginn klukkan 17. Þar á hann við félaga úr Bach-sveitinni í Skálholti sem sérhæfa sig í að leika á hljóðfæri barokktímans. Benedikt hefur verið búsettur í Berlín í sex ár og hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum Bach-keppnum í Þýskalandi. Hann tafðist á leiðinni hingað til lands vegna verkfalls á Keflavíkurflugvelli og lenti klukkan kortér yfir tvö í fyrrinótt. Var samt mættur í Grafarvogskirkju á æfingu eldsnemma í gærmorgun. Auk Benedikts syngja einsöng í Jóhannesarpassíunni þau Ágúst Ólafsson bassi, sem syngur hlutverk Jesú, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt og Þóra Björnsdóttir sópran. Þær eru félagar í Kammerkór Grafarvogskirkju sem tólf atvinnusöngvarar skipa og verður í stóru hlutverki. Safnaðarkór Grafarvogskirkju og nokkrir félagar úr öðrum kórum verða með í sálmahluta verksins og tónleikagestum gefst kostur á að taka þátt. Hákon Leifsson, tónlistarstjóri kirkjunnar, stjórnar svo öllu saman. Til að heiðra 400 ára minningu sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður sköpuð lágvær passíustemning í upphafi tónleikanna með því að syngja nokkra af sálmum Hallgríms einradda. Benedikt kveðst koma hingað heim af og til að sinna misstórum verkefnum og hitta fjölskylduna. Í þetta sinn hefur hann hratt á hæli því hann er í krefjandi verkefnum í Berlín í næstu viku. „Ég er einmitt líka að syngja hlutverk Jóhannesar guðspjallamanns með ballettdönsurum í dómkirkjunni í Berlín og þarf að vera kominn þangað á mánudag,“ lýsir hann. „Svo er ég að syngja Mattheusarpassíuna í Berlínar-Fílharmóníunni á föstudaginn langa.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira