Ekkert nema froða Haraldur Guðmundsson skrifar 9. apríl 2014 07:15 Fyrir sirka níu árum síðan urðum við félagarnir í vinahópnum okkur úti um bjórkút og gamla bjórdælu. Úr varð ágætis partí. Þegar húsið var farið að fyllast kom í ljós að dælan virkaði ekki sem skyldi. Við áttum nóg af bjór en komum honum ekki á leiðarenda í glær plastglös gestanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengu þeir nánast ekkert annað en hnausþykka og hvíta froðu. Þetta froðupartí kom upp í hugann um daginn þegar stjórnendur Landsnets undirstrikuðu á kynningarfundi fyrirtækisins hversu mikilvægt það er að flutningskerfi raforku hér á landi verði eflt. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur út af ýmsum ástæðum ekki tekið nauðsynlegum breytingum á síðustu árum. Landsnet getur því ekki flutt raforku á milli landshluta með viðunandi hætti og fyrirtæki og íbúar víða um land eru farin að finna fyrir því. Í janúar kynnti Landsvirkjun áform um orkuskerðingu til stórnotenda sökum bágs vatnsbúskapar í lónum fyrirtækisins. Orkuskerðingin hefur nú staðið yfir í rúma tvo og hálfan mánuð og samtals kostað Landsvirkjun, Landsnet, þjóðarbúið og stórnotendur raforku milljarða. Landsvirkjun þurfti að ráðast í skerðinguna á sama tíma og næg raforka var til á kerfum Landsnets. Á Austurlandi var til orka en það var ekki hægt að koma henni til stórnotenda fyrir sunnan og því þurftu stórkaupendur, hvar sem þeir eru staddir, að þola skerðinguna. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði mun að öllum líkindum tapa yfir einum milljarði króna þrátt fyrir að vatnsstaðan í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar, hafi verið ágæt. Álframleiðandinn þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. Sama hvar við stöndum í virkjunarmálum hljótum við öll að vera sammála um að sú orka sem þegar hefur verið virkjuð, með tilheyrandi áhrifum, þarf að komast til notenda svo úr henni sé hægt að skapa verðmæti. Allt annað er vanvirðing við umhverfið og þá íbúa landsins og aðrar lífverur sem orðið hafa fyrir áhrifum af virkjunarframkvæmdum síðustu áratuga. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin og fyrirrennarar hennar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessum málum. Þegar flutningsgetan er eins takmörkuð og raun ber vitni er allt tal ráðamanna og viljayfirlýsingar um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekkert annað en hnausþykk og hvít froða.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 9. apríl 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir sirka níu árum síðan urðum við félagarnir í vinahópnum okkur úti um bjórkút og gamla bjórdælu. Úr varð ágætis partí. Þegar húsið var farið að fyllast kom í ljós að dælan virkaði ekki sem skyldi. Við áttum nóg af bjór en komum honum ekki á leiðarenda í glær plastglös gestanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengu þeir nánast ekkert annað en hnausþykka og hvíta froðu. Þetta froðupartí kom upp í hugann um daginn þegar stjórnendur Landsnets undirstrikuðu á kynningarfundi fyrirtækisins hversu mikilvægt það er að flutningskerfi raforku hér á landi verði eflt. Það er nefnilega þannig að kerfið hefur út af ýmsum ástæðum ekki tekið nauðsynlegum breytingum á síðustu árum. Landsnet getur því ekki flutt raforku á milli landshluta með viðunandi hætti og fyrirtæki og íbúar víða um land eru farin að finna fyrir því. Í janúar kynnti Landsvirkjun áform um orkuskerðingu til stórnotenda sökum bágs vatnsbúskapar í lónum fyrirtækisins. Orkuskerðingin hefur nú staðið yfir í rúma tvo og hálfan mánuð og samtals kostað Landsvirkjun, Landsnet, þjóðarbúið og stórnotendur raforku milljarða. Landsvirkjun þurfti að ráðast í skerðinguna á sama tíma og næg raforka var til á kerfum Landsnets. Á Austurlandi var til orka en það var ekki hægt að koma henni til stórnotenda fyrir sunnan og því þurftu stórkaupendur, hvar sem þeir eru staddir, að þola skerðinguna. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði mun að öllum líkindum tapa yfir einum milljarði króna þrátt fyrir að vatnsstaðan í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar, hafi verið ágæt. Álframleiðandinn þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. Sama hvar við stöndum í virkjunarmálum hljótum við öll að vera sammála um að sú orka sem þegar hefur verið virkjuð, með tilheyrandi áhrifum, þarf að komast til notenda svo úr henni sé hægt að skapa verðmæti. Allt annað er vanvirðing við umhverfið og þá íbúa landsins og aðrar lífverur sem orðið hafa fyrir áhrifum af virkjunarframkvæmdum síðustu áratuga. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin og fyrirrennarar hennar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessum málum. Þegar flutningsgetan er eins takmörkuð og raun ber vitni er allt tal ráðamanna og viljayfirlýsingar um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekkert annað en hnausþykk og hvít froða.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 9. apríl 2014.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar