Rétt kom í veg fyrir tískuslys 4. apríl 2014 10:51 Harpa Einarsdóttir Vísir/GVA „Ég er enn þá að jafna mig,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður sem hannar undir nafninu Ziska, en hún varð fyrir því óláni að fatalínan hennar sem átti að sýna á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi í Hörpu, barst ekki til landsins í tæka tíð. Fatalína hennar er framleidd á Indlandi. „Ég sendi allt tímanlega til verksmiðjunnar, en gjaldeyrishöftin urðu til þess að greiðslan barst ekki tímanlega. Þannig að verksmiðjan hóf ekki störf fyrr en viku fyrir sýningu sem er allt of seint,“ segir Harpa, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þegar kom í ljós að þetta myndi ekki hafast, viku fyrir sýningu, þá tókum við Selma Ragnarsdóttir klæðskeri aldeilis við okkur. Það voru reyndar tíu flíkur sem voru gerðar hér heima, sem áttu að vera á móti því sem kom frá Indlandi, þannig að þær voru inni í sýningunni. Svo fylltum við bara upp í,“ segir Harpa og hlær. „Ég hafði náttúrulega engan tíma til að stílísera eitthvað sérstaklega. Við saumuðum allar nætur og til fjögur, nóttina fyrir sýningu. En það var margt gott sem kom út úr þessu, eins og til dæmis hvíti kjóllinn sem hefði aldrei orðið til ef þetta hefði ekki gerst,“ segir Harpa, en hvítur kjóll úr línu hennar vakti sérstaka athygli á sýningunni. „Við náðum fimmtán innkomum fyrirsæta, sem ég tel bara nokkuð gott!“ segir Harpa að lokum og hlær. RFF Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Ég er enn þá að jafna mig,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður sem hannar undir nafninu Ziska, en hún varð fyrir því óláni að fatalínan hennar sem átti að sýna á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi í Hörpu, barst ekki til landsins í tæka tíð. Fatalína hennar er framleidd á Indlandi. „Ég sendi allt tímanlega til verksmiðjunnar, en gjaldeyrishöftin urðu til þess að greiðslan barst ekki tímanlega. Þannig að verksmiðjan hóf ekki störf fyrr en viku fyrir sýningu sem er allt of seint,“ segir Harpa, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þegar kom í ljós að þetta myndi ekki hafast, viku fyrir sýningu, þá tókum við Selma Ragnarsdóttir klæðskeri aldeilis við okkur. Það voru reyndar tíu flíkur sem voru gerðar hér heima, sem áttu að vera á móti því sem kom frá Indlandi, þannig að þær voru inni í sýningunni. Svo fylltum við bara upp í,“ segir Harpa og hlær. „Ég hafði náttúrulega engan tíma til að stílísera eitthvað sérstaklega. Við saumuðum allar nætur og til fjögur, nóttina fyrir sýningu. En það var margt gott sem kom út úr þessu, eins og til dæmis hvíti kjóllinn sem hefði aldrei orðið til ef þetta hefði ekki gerst,“ segir Harpa, en hvítur kjóll úr línu hennar vakti sérstaka athygli á sýningunni. „Við náðum fimmtán innkomum fyrirsæta, sem ég tel bara nokkuð gott!“ segir Harpa að lokum og hlær.
RFF Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira