Nýjar norrænar verðlaunamyndir sýndar fjórum sinnum á dag Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. apríl 2014 14:30 Aðalleikona myndarinnar Monicu Z er hin íslenskættaða Edda Magnason. Mynd: NordicPhotos/Getty „Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðunum býður til sannkallaðrar kvikmyndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíðarinnar. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýndar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningartíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid.is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðunum býður til sannkallaðrar kvikmyndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíðarinnar. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýndar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningartíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid.is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira