Byggjum brýr Líf Magneudóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Líf Magneudóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Oft er snúið að koma sér aftur út í atvinnulífið eða í skólann eftir að fæðingarorlofi lýkur. Hingað til hafa einu úrræðin verið að koma börnum að hjá dagforeldrum eða inn á svokallaða ungbarnaleikskóla. Það fá ekki allir foreldrar tækifæri til þess. Félagsstofnun stúdenta tekur t.d. við börnum frá 6 mánaða aldri en til að fá pláss þarf viðkomandi að vera skráður í HÍ. Ekki geta allir nýtt sér þetta. Sum sveitarfélög niðurgreiða heldur ekki dagvistunarúrræði í öðrum sveitarfélögum þrátt fyrir að bjóða ekki upp á þjónustu við ung börn. Það getur því verið ærið kostnaðarsamt fyrir marga að nýta sér þjónustu við ung börn. Það sama gildir um dagforeldrakerfið. Biðlistar eru langir og svo er skortur á dagforeldrum í sumum hverfum. Dagvistargjaldið er einnig hærra í báðum tilvikum heldur en í borgarreknum leikskólum og getur foreldra munað um það því ýmiss konar útgjöld fylgja börnum. Vandinn sem blasir við er augljós. Þjónustan sem býðst foreldrum og ungum börnum er af skornum skammti og svo er fæðingarorlofið of stutt og þakið á greiðslum í því of lágt. Á síðasta kjörtímabili var stigið skref í rétta átt þegar Alþingi samþykkti lög um lengingu fæðingarorlofs. Á þessu kjörtímabili voru þau hins vegar afnumin af nýju þingi. Er það mikil afturför í málefnum barnafjölskyldna. Við vinstri græn höfum barist fyrir því að taka börn fyrr inn í borgarrekna leikskóla. Til þess þurfum við að leggja áherslu á þjónustu við ung börn og foreldra þeirra, stækka leikskólana og laða að fleiri leikskólakennara með því m.a. að bæta starfskjör þeirra. Því miður hefur ekki verið pólitískur vilji til að forgangsraða með þessum hætti. Skrefin hafa því ekki verið stigin. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að Reykjavíkurborg gangi fram fyrir skjöldu og hefji vinnuna við það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt og sjálfsögð þjónusta við borgarbúa heldur einnig liður í því að jafna stöðu kynjanna og létta fjárhagslegar byrðar barnafjölskyldna. Við vinstri græn höldum áfram að mæla fyrir þessu þar til brúin á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður byggð.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar