Verk fimmtán ára tónskálds flutt í Berlín Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. apríl 2014 13:30 Hjalti Nordal Gunnarsson: „Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim.“ Mynd: Gunnar Karlsson Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir unglinga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunnarsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharmóníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudagskvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkisborgara en ég sendi þeim tölvupóst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstökum kammertónleikum Fílharmóníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tónverk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tónleikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upplyftingar bendir hann á að ákveðið hafi verið að nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkomið,“ segir hann. „En verkið verður flutt heima fljótlega.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir unglinga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunnarsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharmóníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudagskvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkisborgara en ég sendi þeim tölvupóst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstökum kammertónleikum Fílharmóníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tónverk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tónleikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upplyftingar bendir hann á að ákveðið hafi verið að nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkomið,“ segir hann. „En verkið verður flutt heima fljótlega.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira