Metum kennara að verðleikum Skúli Helgason skrifar 28. mars 2014 07:00 Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar