Metum kennara að verðleikum Skúli Helgason skrifar 28. mars 2014 07:00 Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun