Semur, syngur, útsetur og stjórnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. mars 2014 11:00 Þóra Gísladóttir: "Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld.“ Vísir/GVA MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira