Brennivín og hjálpartæki Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður?
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun