Brennivín og hjálpartæki Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót voru gerðar breytingar á gjaldskrám sjúkratrygginga sem hafa þær afleiðingar að þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda greiða meira fyrir þau en áður. Þessi breyting skerðir augljóslega ráðstöfunartekjur þeirra sem þurfa að nýta sér hjálpartæki, svo sem öndunarvélar, bleyjur, öryggiskallkerfi, gervibrjóst, hjálpartæki í bifreið eða í baði, stafi eða hækjur. Breytingin á að skila ríkissjóði 150 milljónum króna. Til stendur að lækka áfengis- og tóbaksgjald um 1% samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem nú er til umræðu í þinginu, sem þýðir tekjulækkun hjá ríkissjóði sem nemur um 190 milljónum króna. Lækkun á tóbaki og áfengi er sögð gerð vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga í desember á síðasta ári. Þeir sem nýta sér þær vörur munu væntanlega verða lítið varir við 1% lækkun á gjaldi sem er aðeins hluti af útsöluverðinu og spyrja má hvort öruggt sé að lækkunin leiði til lægra verðlags. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að ef þessum lækkunum ásamt samsvarandi lækkun á bensíngjaldi og orkuskatti verði að öllu leyti velt út í verðlag, þá gæti vísitala neysluverðs lauslega metið lækkað samtals um 0,08%.Aukinn ójöfnuður Þeir einstaklingar sem nýta sér hjálpartæki þurfa flestir nauðsynlega á þeim að halda til að bæta skert lífsgæði. Svo er aldeilis ekki farið hjá þeim sem nota tóbak eða áfengi. Þvert á móti getur aukin neysla valdið heilbrigðisvanda með miklum kostnaði fyrir sjúklinga og samfélagið. Til viðbótar við 150 milljóna króna hækkun á kostnað þeirra sem þurfa að nota hjálpartæki, þá er gjaldskrá fyrir sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun einnig hækkuð verulega og á að skila samtals 100 milljónum króna til að bæta hag ríkissjóðs. Hækkanirnar eru langt umfram verðlagsþróun. Ég vil minna á í þessu sambandi að veiðigjöld voru lækkuð um 6.400 milljónir króna í ár, gjöld á atvinnugrein sem hefur aldrei skilað eins miklum arði til þeirra sem hafa sérleyfi til nýtingar á auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var fyrirhuguð hækkun á neysluskatti sem erlendir ferðamenn greiða að mestu einnig afþökkuð en áætlað var að hún skilaði um 1.500 milljónum króna til ríkissjóðs í ár. Eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar er hækkun gjalda á þá sem veikir standa fyrir og þurfa á stuðningi hjálpartækja eða þjálfun að halda. Á sama tíma hafna stjórnvöld eðlilegu gjaldi af auðlindum þjóðarinnar, sjávarafla og náttúruperlum. Það má vera öllum ljóst að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar leiðir til aukins ójafnaðar og óréttlætis. Er það ásættanlegt? Hvað finnst þér, lesandi góður?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar