Ekki flókið verkefni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun