Ekki flókið verkefni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar