Utan vallar: Áskorun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2014 06:00 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Pjetur Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira