Svikalogn á Alþingi? Bolli Héðinsson skrifar 19. mars 2014 00:00 Aðferðin sem ríkisstjórnin ætlaði að nota til að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka, ber ekki eingöngu vott um yfirgangssemi og flumbrugang, heldur ber hún einnig vott um það versta í íslenskri pólitík, sem er „sáuð þig hvernig ég tók hann“-hugarfarið. Þessi hugsun, að upphefja sjálfan sig en reyna að niðurlægja andstæðinginn í stað heiðarlegrar baráttu þar sem annar verður undir, gengur nú aftur í boði ríkisstjórnarinnar í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr.Sáuð þið hvernig ég tók hann? Mótstaðan gegn hátterni ríkisstjórnarinnar reyndist meiri en hún átti von á svo nú hefur verið skipt um taktík. Í stað þess að keyra málið í gegn, áður en lokið var umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar (sbr. „sáuð þið hvernig ég tók hann“-aðferðina) eins og upphaflega stóð til, þá þykir nú ekkert tiltökumál að gefa málinu allan þann tíma sem það útheimtir í nefnd og umfjöllun innan þings sem utan. Skyndileg stefnubreyting vekur grunsemdir um hvort eitthvað annað en virðing fyrir eðlilegum starfsháttum Alþingis búi hér að baki.Að mæla fagurt en hyggja flátt Ég get mér til að ríkisstjórnin meti málin svo að það versta sem geti hent stjórnarflokkana úr þessu sé slæm útkoma úr sveitarstjórnarkosningunum í maí. Það tap sé að mestu komið fram, og því verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Nú sé heppilegra að „mæla fagurt en hyggja flátt“. Fram að kosningunum muni talsmenn flokkanna því tala á þeim nótum að tillaga ríkisstjórnarinnar verði dregin til baka og efnt til þjóðaratkvæðis. Að afloknum kosningum í vor verði svo aftur farið á fullt, sagt að engu hafi verið lofað og aðildarviðræðunum við ESB slitið í trausti þess að þegar næst verði kosið til þings þá verði kjósendur búnir að gleyma framkomu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í þeirra garð. Viljum við trúa því að óreyndu að loforð gefin einstaklingi í Hádegismóum og öðrum á Sauðárkróki vegi þyngra en loforð sem fimm ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins gefa alþjóð frammi fyrir sjónvarpsvélum kvöldið fyrir kjördag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Aðferðin sem ríkisstjórnin ætlaði að nota til að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka, ber ekki eingöngu vott um yfirgangssemi og flumbrugang, heldur ber hún einnig vott um það versta í íslenskri pólitík, sem er „sáuð þig hvernig ég tók hann“-hugarfarið. Þessi hugsun, að upphefja sjálfan sig en reyna að niðurlægja andstæðinginn í stað heiðarlegrar baráttu þar sem annar verður undir, gengur nú aftur í boði ríkisstjórnarinnar í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr.Sáuð þið hvernig ég tók hann? Mótstaðan gegn hátterni ríkisstjórnarinnar reyndist meiri en hún átti von á svo nú hefur verið skipt um taktík. Í stað þess að keyra málið í gegn, áður en lokið var umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar (sbr. „sáuð þið hvernig ég tók hann“-aðferðina) eins og upphaflega stóð til, þá þykir nú ekkert tiltökumál að gefa málinu allan þann tíma sem það útheimtir í nefnd og umfjöllun innan þings sem utan. Skyndileg stefnubreyting vekur grunsemdir um hvort eitthvað annað en virðing fyrir eðlilegum starfsháttum Alþingis búi hér að baki.Að mæla fagurt en hyggja flátt Ég get mér til að ríkisstjórnin meti málin svo að það versta sem geti hent stjórnarflokkana úr þessu sé slæm útkoma úr sveitarstjórnarkosningunum í maí. Það tap sé að mestu komið fram, og því verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Nú sé heppilegra að „mæla fagurt en hyggja flátt“. Fram að kosningunum muni talsmenn flokkanna því tala á þeim nótum að tillaga ríkisstjórnarinnar verði dregin til baka og efnt til þjóðaratkvæðis. Að afloknum kosningum í vor verði svo aftur farið á fullt, sagt að engu hafi verið lofað og aðildarviðræðunum við ESB slitið í trausti þess að þegar næst verði kosið til þings þá verði kjósendur búnir að gleyma framkomu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í þeirra garð. Viljum við trúa því að óreyndu að loforð gefin einstaklingi í Hádegismóum og öðrum á Sauðárkróki vegi þyngra en loforð sem fimm ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins gefa alþjóð frammi fyrir sjónvarpsvélum kvöldið fyrir kjördag?
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar