Þetta er landið sitt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Stundum hvarflar að manni að til sé eftir allt saman séríslenskt efnahagslögmál: því meira sem einhver græðir, þeim mun verr stendur hann. Og hafi dunið á fyrirtækjum samfelldur gróði árum saman eru þau brátt komin á vonarvöl.Afturkallinn Kynni maður að ætla þegar um er að ræða þær tvær atvinnugreinar sem einkum hafa hagnast á lágu gengi krónunnar undanfarin ár, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Hvorug greinin er aflögufær eins og frægt er; og fyrirtækjum í ferðaþjónustu virðist um megn að taka þátt í eðlilegri uppbyggingu – eða lágmarksviðhaldi – á helstu ferðamannastöðum og virðast ætla að láta ferðamennina um að greiða það allt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki hug sinn til náttúruverndar, með því fyrst að setja í stól umhverfisráðherra yfirlýstan andstæðing umhverfisverndar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að flæma úr starfi virtan og vammlausan ráðuneytisstjóra, Stefán Thors, fyrir engar sakir. Ríkisstjórnin hefur líka að hans undirlagi markvisst skert framlög til landvörslu, enda margoft sannað sig að landverðir eru stórhættulegt fólk – gott ef ekki náttúruverndarsinnar – sem þekkja landið. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að hætta við svokallað gistináttagjald, skatt sem stóð til að leggja á ferðaþjónustuna og nota til þess að byggja upp ýmislegt sem látið hefur verið sitja á hakanum alltof lengi, leggja göngustíga, bæta aðgengi, sinna viðhaldi. Í staðinn stendur til að innleiða svokallaðan náttúrupassa með yfirskriftinni: Þeir borgi sem njóta. Það er að segja: Þeir sleppa sem græða.„Þetta land á þig“ Þetta finnst sumum landeigendum frábær hugmynd og geta raunar ekki beðið eftir því að ríkisstjórnin komi þessari gjaldtöku gegnum þingið, vilja ólmir fara sjálfir að rukka fyrir aðgang að stöðum sem hingað til hefur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir að njóta. Það er einkennileg og óþægileg tilhugsun að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Þegar ég kem að Dettifossi vil ég ekki þurfa að borga mig þar inn. Það er ekki vegna þess að ég tími því ekki – eflaust verður þetta smáræði – málið snýst um eitthvað annað og dýpra. Gjaldtaka við slíkan stað fer í bága við einhverja grundvallarhugmynd sem ég hef um samband mitt við Ísland. Dettifoss er frændi minn, hann er partur af mér. Að fara að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru er eins og að þurfa að borga sig inn til að heimsækja náin skyldmenni. Ég veit: Þetta eru tóm tilfinningarök hjá mér, en þessi tilfinning er samt meðal þess sem mér finnst gera mig að Íslendingi. Þegar maður á að borga sig inn við Gullfoss eða á Þingvöllum, við Skógarfoss, Kerið eða Landmannalaugar, hefur maður verið sviptur einhverju ákaflega mikilsverðu: tilfinningunni fyrir olnbogarýminu, víðáttunni sem endurspegli eitthvað stórt innra með manni. Borgi maður sig inn á þessa staði eins og hvert annað tívolítæki hverfur þessi kennd. Lögfræðingar gætu eflaust talað hér um almannarétt og vísað aftur í Grágás um frjálsa umferð fólks um landið, hvað sem líður eignarhaldi. Íslensk náttúra og gersemar hennar – vatnið, vindurinn, fossarnir og fjöllin – eru sameign þjóðarinnar og það á að vera sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að vernda þessa náttúru. Það er hvað sem öðru líður og hvað sem hver segir gott að búa á Íslandi. Hér er allt – eða þannig – margt – sumt að minnsta kosti – fjölskyldan, málið, vinir, sameiginlegar tilvísanir, einhver andi … Og svo höfum við aðgang að þessari náttúru og vitneskjuna um þann aðgang. Maður gengur um landið, horfir á hóla og hæðir og finnur að þessi náttúra tilheyrir manni í einhverjum víðum og djúpum skilningi og maður tilheyrir henni. En umfram allt, þetta land hefur gildi og verðmæti í sjálfu sér; tilheyrir sjálfu sér. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði í Hálendinu í náttúru Íslands: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu…“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stundum hvarflar að manni að til sé eftir allt saman séríslenskt efnahagslögmál: því meira sem einhver græðir, þeim mun verr stendur hann. Og hafi dunið á fyrirtækjum samfelldur gróði árum saman eru þau brátt komin á vonarvöl.Afturkallinn Kynni maður að ætla þegar um er að ræða þær tvær atvinnugreinar sem einkum hafa hagnast á lágu gengi krónunnar undanfarin ár, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Hvorug greinin er aflögufær eins og frægt er; og fyrirtækjum í ferðaþjónustu virðist um megn að taka þátt í eðlilegri uppbyggingu – eða lágmarksviðhaldi – á helstu ferðamannastöðum og virðast ætla að láta ferðamennina um að greiða það allt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki hug sinn til náttúruverndar, með því fyrst að setja í stól umhverfisráðherra yfirlýstan andstæðing umhverfisverndar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að flæma úr starfi virtan og vammlausan ráðuneytisstjóra, Stefán Thors, fyrir engar sakir. Ríkisstjórnin hefur líka að hans undirlagi markvisst skert framlög til landvörslu, enda margoft sannað sig að landverðir eru stórhættulegt fólk – gott ef ekki náttúruverndarsinnar – sem þekkja landið. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að hætta við svokallað gistináttagjald, skatt sem stóð til að leggja á ferðaþjónustuna og nota til þess að byggja upp ýmislegt sem látið hefur verið sitja á hakanum alltof lengi, leggja göngustíga, bæta aðgengi, sinna viðhaldi. Í staðinn stendur til að innleiða svokallaðan náttúrupassa með yfirskriftinni: Þeir borgi sem njóta. Það er að segja: Þeir sleppa sem græða.„Þetta land á þig“ Þetta finnst sumum landeigendum frábær hugmynd og geta raunar ekki beðið eftir því að ríkisstjórnin komi þessari gjaldtöku gegnum þingið, vilja ólmir fara sjálfir að rukka fyrir aðgang að stöðum sem hingað til hefur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir að njóta. Það er einkennileg og óþægileg tilhugsun að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Þegar ég kem að Dettifossi vil ég ekki þurfa að borga mig þar inn. Það er ekki vegna þess að ég tími því ekki – eflaust verður þetta smáræði – málið snýst um eitthvað annað og dýpra. Gjaldtaka við slíkan stað fer í bága við einhverja grundvallarhugmynd sem ég hef um samband mitt við Ísland. Dettifoss er frændi minn, hann er partur af mér. Að fara að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru er eins og að þurfa að borga sig inn til að heimsækja náin skyldmenni. Ég veit: Þetta eru tóm tilfinningarök hjá mér, en þessi tilfinning er samt meðal þess sem mér finnst gera mig að Íslendingi. Þegar maður á að borga sig inn við Gullfoss eða á Þingvöllum, við Skógarfoss, Kerið eða Landmannalaugar, hefur maður verið sviptur einhverju ákaflega mikilsverðu: tilfinningunni fyrir olnbogarýminu, víðáttunni sem endurspegli eitthvað stórt innra með manni. Borgi maður sig inn á þessa staði eins og hvert annað tívolítæki hverfur þessi kennd. Lögfræðingar gætu eflaust talað hér um almannarétt og vísað aftur í Grágás um frjálsa umferð fólks um landið, hvað sem líður eignarhaldi. Íslensk náttúra og gersemar hennar – vatnið, vindurinn, fossarnir og fjöllin – eru sameign þjóðarinnar og það á að vera sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að vernda þessa náttúru. Það er hvað sem öðru líður og hvað sem hver segir gott að búa á Íslandi. Hér er allt – eða þannig – margt – sumt að minnsta kosti – fjölskyldan, málið, vinir, sameiginlegar tilvísanir, einhver andi … Og svo höfum við aðgang að þessari náttúru og vitneskjuna um þann aðgang. Maður gengur um landið, horfir á hóla og hæðir og finnur að þessi náttúra tilheyrir manni í einhverjum víðum og djúpum skilningi og maður tilheyrir henni. En umfram allt, þetta land hefur gildi og verðmæti í sjálfu sér; tilheyrir sjálfu sér. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði í Hálendinu í náttúru Íslands: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu…“
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun