Þetta er landið sitt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Stundum hvarflar að manni að til sé eftir allt saman séríslenskt efnahagslögmál: því meira sem einhver græðir, þeim mun verr stendur hann. Og hafi dunið á fyrirtækjum samfelldur gróði árum saman eru þau brátt komin á vonarvöl.Afturkallinn Kynni maður að ætla þegar um er að ræða þær tvær atvinnugreinar sem einkum hafa hagnast á lágu gengi krónunnar undanfarin ár, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Hvorug greinin er aflögufær eins og frægt er; og fyrirtækjum í ferðaþjónustu virðist um megn að taka þátt í eðlilegri uppbyggingu – eða lágmarksviðhaldi – á helstu ferðamannastöðum og virðast ætla að láta ferðamennina um að greiða það allt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki hug sinn til náttúruverndar, með því fyrst að setja í stól umhverfisráðherra yfirlýstan andstæðing umhverfisverndar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að flæma úr starfi virtan og vammlausan ráðuneytisstjóra, Stefán Thors, fyrir engar sakir. Ríkisstjórnin hefur líka að hans undirlagi markvisst skert framlög til landvörslu, enda margoft sannað sig að landverðir eru stórhættulegt fólk – gott ef ekki náttúruverndarsinnar – sem þekkja landið. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að hætta við svokallað gistináttagjald, skatt sem stóð til að leggja á ferðaþjónustuna og nota til þess að byggja upp ýmislegt sem látið hefur verið sitja á hakanum alltof lengi, leggja göngustíga, bæta aðgengi, sinna viðhaldi. Í staðinn stendur til að innleiða svokallaðan náttúrupassa með yfirskriftinni: Þeir borgi sem njóta. Það er að segja: Þeir sleppa sem græða.„Þetta land á þig“ Þetta finnst sumum landeigendum frábær hugmynd og geta raunar ekki beðið eftir því að ríkisstjórnin komi þessari gjaldtöku gegnum þingið, vilja ólmir fara sjálfir að rukka fyrir aðgang að stöðum sem hingað til hefur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir að njóta. Það er einkennileg og óþægileg tilhugsun að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Þegar ég kem að Dettifossi vil ég ekki þurfa að borga mig þar inn. Það er ekki vegna þess að ég tími því ekki – eflaust verður þetta smáræði – málið snýst um eitthvað annað og dýpra. Gjaldtaka við slíkan stað fer í bága við einhverja grundvallarhugmynd sem ég hef um samband mitt við Ísland. Dettifoss er frændi minn, hann er partur af mér. Að fara að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru er eins og að þurfa að borga sig inn til að heimsækja náin skyldmenni. Ég veit: Þetta eru tóm tilfinningarök hjá mér, en þessi tilfinning er samt meðal þess sem mér finnst gera mig að Íslendingi. Þegar maður á að borga sig inn við Gullfoss eða á Þingvöllum, við Skógarfoss, Kerið eða Landmannalaugar, hefur maður verið sviptur einhverju ákaflega mikilsverðu: tilfinningunni fyrir olnbogarýminu, víðáttunni sem endurspegli eitthvað stórt innra með manni. Borgi maður sig inn á þessa staði eins og hvert annað tívolítæki hverfur þessi kennd. Lögfræðingar gætu eflaust talað hér um almannarétt og vísað aftur í Grágás um frjálsa umferð fólks um landið, hvað sem líður eignarhaldi. Íslensk náttúra og gersemar hennar – vatnið, vindurinn, fossarnir og fjöllin – eru sameign þjóðarinnar og það á að vera sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að vernda þessa náttúru. Það er hvað sem öðru líður og hvað sem hver segir gott að búa á Íslandi. Hér er allt – eða þannig – margt – sumt að minnsta kosti – fjölskyldan, málið, vinir, sameiginlegar tilvísanir, einhver andi … Og svo höfum við aðgang að þessari náttúru og vitneskjuna um þann aðgang. Maður gengur um landið, horfir á hóla og hæðir og finnur að þessi náttúra tilheyrir manni í einhverjum víðum og djúpum skilningi og maður tilheyrir henni. En umfram allt, þetta land hefur gildi og verðmæti í sjálfu sér; tilheyrir sjálfu sér. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði í Hálendinu í náttúru Íslands: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu…“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stundum hvarflar að manni að til sé eftir allt saman séríslenskt efnahagslögmál: því meira sem einhver græðir, þeim mun verr stendur hann. Og hafi dunið á fyrirtækjum samfelldur gróði árum saman eru þau brátt komin á vonarvöl.Afturkallinn Kynni maður að ætla þegar um er að ræða þær tvær atvinnugreinar sem einkum hafa hagnast á lágu gengi krónunnar undanfarin ár, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Hvorug greinin er aflögufær eins og frægt er; og fyrirtækjum í ferðaþjónustu virðist um megn að taka þátt í eðlilegri uppbyggingu – eða lágmarksviðhaldi – á helstu ferðamannastöðum og virðast ætla að láta ferðamennina um að greiða það allt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki hug sinn til náttúruverndar, með því fyrst að setja í stól umhverfisráðherra yfirlýstan andstæðing umhverfisverndar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að flæma úr starfi virtan og vammlausan ráðuneytisstjóra, Stefán Thors, fyrir engar sakir. Ríkisstjórnin hefur líka að hans undirlagi markvisst skert framlög til landvörslu, enda margoft sannað sig að landverðir eru stórhættulegt fólk – gott ef ekki náttúruverndarsinnar – sem þekkja landið. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að hætta við svokallað gistináttagjald, skatt sem stóð til að leggja á ferðaþjónustuna og nota til þess að byggja upp ýmislegt sem látið hefur verið sitja á hakanum alltof lengi, leggja göngustíga, bæta aðgengi, sinna viðhaldi. Í staðinn stendur til að innleiða svokallaðan náttúrupassa með yfirskriftinni: Þeir borgi sem njóta. Það er að segja: Þeir sleppa sem græða.„Þetta land á þig“ Þetta finnst sumum landeigendum frábær hugmynd og geta raunar ekki beðið eftir því að ríkisstjórnin komi þessari gjaldtöku gegnum þingið, vilja ólmir fara sjálfir að rukka fyrir aðgang að stöðum sem hingað til hefur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir að njóta. Það er einkennileg og óþægileg tilhugsun að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Þegar ég kem að Dettifossi vil ég ekki þurfa að borga mig þar inn. Það er ekki vegna þess að ég tími því ekki – eflaust verður þetta smáræði – málið snýst um eitthvað annað og dýpra. Gjaldtaka við slíkan stað fer í bága við einhverja grundvallarhugmynd sem ég hef um samband mitt við Ísland. Dettifoss er frændi minn, hann er partur af mér. Að fara að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru er eins og að þurfa að borga sig inn til að heimsækja náin skyldmenni. Ég veit: Þetta eru tóm tilfinningarök hjá mér, en þessi tilfinning er samt meðal þess sem mér finnst gera mig að Íslendingi. Þegar maður á að borga sig inn við Gullfoss eða á Þingvöllum, við Skógarfoss, Kerið eða Landmannalaugar, hefur maður verið sviptur einhverju ákaflega mikilsverðu: tilfinningunni fyrir olnbogarýminu, víðáttunni sem endurspegli eitthvað stórt innra með manni. Borgi maður sig inn á þessa staði eins og hvert annað tívolítæki hverfur þessi kennd. Lögfræðingar gætu eflaust talað hér um almannarétt og vísað aftur í Grágás um frjálsa umferð fólks um landið, hvað sem líður eignarhaldi. Íslensk náttúra og gersemar hennar – vatnið, vindurinn, fossarnir og fjöllin – eru sameign þjóðarinnar og það á að vera sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að vernda þessa náttúru. Það er hvað sem öðru líður og hvað sem hver segir gott að búa á Íslandi. Hér er allt – eða þannig – margt – sumt að minnsta kosti – fjölskyldan, málið, vinir, sameiginlegar tilvísanir, einhver andi … Og svo höfum við aðgang að þessari náttúru og vitneskjuna um þann aðgang. Maður gengur um landið, horfir á hóla og hæðir og finnur að þessi náttúra tilheyrir manni í einhverjum víðum og djúpum skilningi og maður tilheyrir henni. En umfram allt, þetta land hefur gildi og verðmæti í sjálfu sér; tilheyrir sjálfu sér. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði í Hálendinu í náttúru Íslands: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu…“
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun