Carmina Burana klassískt popp Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 14:00 Það var létt yfir æfingunni sem ljósmyndarinn leit inn á í Langholtskirkju. Fréttablaðið/Stefán „Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég þarf að slökkva á útvarpinu. Það má náttúrlega ekki fréttast að virðulegur organisti sé að hlusta á popp á Bylgjunni,“ segir Kári Þormar dómorganisti hlæjandi þegar hringt er í hann vegna tónleikanna Siðlausra söngva sem hann stjórnar tvívegis í Langholtskirkju á morgun. Þar verður flutt tónverk Carls Orff, Carmina Burana, sem Kári segir reyndar klassíska popptónlist og fjalla um fallvaltleika gæfunnar. „Þetta er tilraunaverkefni,“ segir Kári. „Við erum með Dómkórinn í Reykjavík og kór Menntaskólans í Reykjavík, um 45 manns í hvorum hópi og þriðja kynslóðin er drengir úr Skólakór Kársnes,“ lýsir hann og segir hafa heppnast vel að steypa þessum kórum saman. Það sé ekkert sjálfgefið. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón og undirleikur er í höndum píanóleikaranna Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar auk sex manna slagverkssveitar. Kári er stjórnandi Dómkórsins og MR-kórsins og segir forna hefð fyrir samstarfi þeirra. „Pétur Guðjohnsen, fyrsti dómorganistinn, sem fæddist fyrir um 200 árum, var fyrsti söngkennari Lærða skólans, forvera MR. Martin Hunger dómorgainsti endurreisti svo kór MR á sínum tíma og tengir í raun þessa þrjá kóra saman því hann studdi líka vel við Kársneskórinn sem konan hans, hún Þórunn Björnsdóttir, stjórnar.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira