Hvað kosta höftin? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskorun án þess að ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haftanna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikilvægt er að átta sig á þeim fórnarkostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr. á ári nú þegar? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbeinan kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnaðurinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hægari vaxtar fyrirtækja í alþjóðageiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjármagnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þennan vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur ársins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnarkostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífskjör í landinu. Nálgast verður afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efnahagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf einstaklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun