Freyr: Líka búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 07:30 Freyr Alexandersson fagnar góðum úrslitum ásamt Hallberu Gíslasdóttur. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira