Breyttu gallajakkanum í anda Kendall Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:30 Kendall hefur setið mikið fyrir upp á síðkastið og gekk meðal annars tískupallana fyrir Chanel og Givenchy á nýafstaðinni tískuviku í París. Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra! Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra!
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira