Er eiginlega kjaftstopp 10. mars 2014 13:00 "Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu,“ segir bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson í Grindavík. Fréttablaðið/Anton „Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu. Þetta er mjög mikill heiður. Ég er eiginlega kjaftstopp en þykir afskaplega vænt um þetta. “ segir Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, um kjör hans sem bæjarlistamanns Grindavíkur 2014. Hann mun fá verðlaunin við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar á laugardaginn, 15. mars í Grindavíkurkirkju. Það verður í fyrsta skipti sem slík verðlaun verða afhent. Halldór hefur búið í Grindavík í átta og hálft ár og verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu bæjarins. Hann kennir slagverk við tónlistarskólana í Grindavík, Garði og Sandgerði. Á síðastnefnda staðnum starfaði hann líka sem skólastjóri tímabundið. Hann stóð fyrir „opnu sviði“ á veitingastaðnum Bryggjunni alla föstudaga í júní og október á síðasta ári og þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Ég bið hann að segja mér nánar frá þeim skemmtilegheitum. „Bryggjan er lítið kaffihús alveg á bryggjunni í Grindavík og er með þeim flottari á landinu enda rekið af mikilli ástúð. Það er líka mikill menningarstaður því þar er mikið um djasstónleika og bókmenntakvöld. Síðasta ár var ég þar átta föstudagskvöld með góða tónlistarmenn með mér og bauð fólki að koma og syngja með okkur, spila eða gera hvað sem var. Það heppnaðist svona hrikalega vel. Það voru bæði heimamenn og gestir sem lögðu fram efni, sögðu jafnvel sögur.“ Halldór hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins svo sem Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafíflum, Með nöktum ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Trommuviðgerðir og trommusmíði eru meðal viðfangsefna Halldórs. Þá er hann upphafsmaður trommusýningarinnar Trommarinn sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann starfar nú að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus, tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Einnig vinnur hann að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum með Halli Ingólfssyni og félögum í Kaldalóni í Hörpu næsta fimmtudag, 13. mars. Þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls – Öræfi. „Ég var að aðstoða Hall við gerð sólóplötunnar seint á síðasta ári,“ segir Halldór, „og það er með allra skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu. Þetta er mjög mikill heiður. Ég er eiginlega kjaftstopp en þykir afskaplega vænt um þetta. “ segir Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, um kjör hans sem bæjarlistamanns Grindavíkur 2014. Hann mun fá verðlaunin við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar á laugardaginn, 15. mars í Grindavíkurkirkju. Það verður í fyrsta skipti sem slík verðlaun verða afhent. Halldór hefur búið í Grindavík í átta og hálft ár og verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu bæjarins. Hann kennir slagverk við tónlistarskólana í Grindavík, Garði og Sandgerði. Á síðastnefnda staðnum starfaði hann líka sem skólastjóri tímabundið. Hann stóð fyrir „opnu sviði“ á veitingastaðnum Bryggjunni alla föstudaga í júní og október á síðasta ári og þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Ég bið hann að segja mér nánar frá þeim skemmtilegheitum. „Bryggjan er lítið kaffihús alveg á bryggjunni í Grindavík og er með þeim flottari á landinu enda rekið af mikilli ástúð. Það er líka mikill menningarstaður því þar er mikið um djasstónleika og bókmenntakvöld. Síðasta ár var ég þar átta föstudagskvöld með góða tónlistarmenn með mér og bauð fólki að koma og syngja með okkur, spila eða gera hvað sem var. Það heppnaðist svona hrikalega vel. Það voru bæði heimamenn og gestir sem lögðu fram efni, sögðu jafnvel sögur.“ Halldór hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins svo sem Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafíflum, Með nöktum ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Trommuviðgerðir og trommusmíði eru meðal viðfangsefna Halldórs. Þá er hann upphafsmaður trommusýningarinnar Trommarinn sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann starfar nú að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus, tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Einnig vinnur hann að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum með Halli Ingólfssyni og félögum í Kaldalóni í Hörpu næsta fimmtudag, 13. mars. Þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls – Öræfi. „Ég var að aðstoða Hall við gerð sólóplötunnar seint á síðasta ári,“ segir Halldór, „og það er með allra skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira