Menningarsjokkið sterkur þáttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:00 Vísir/Pjetur Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku. Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku.
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira