Alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:45 Craig Pedersen þjálfar Svendborg Rabbits í Danmörku. Mynd/Linda Sörensen „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Sjá meira