Ekki þurrt auga á sviðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. mars 2014 12:00 Brynhildur Guðjónsdóttir: "Þetta er ennþá saga þessa fallega drengs sem er að reyna að lifa í samfélagi hinna sem eru ekki nákvæmlega eins og hann.“ Mynd: Grímur Bjarnason Í bók Marks Haddon er það sérkennari Kristófers sem leiðir hann í gegnum rannsókn hans á hinu dularfulla hundsdrápi, en í leikgerðinni sem kemur úr ranni National Theater í London er hún hálfgerður sögumaður,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur kennslukonu aðalpersónunnar Kristófers í uppfærslu Borgarleikhússins á Furðulegu háttalagi hunds um nótt. „Það má segja að hún sé nokkurs konar akkeri hans í tilverunni, eina manneskjan sem skilur hann og hann kallar hana fram í hugann þegar eitthvað bjátar á.“ Bókin náði mikilli útbreiðslu og naut vinsælda hérlendis, er leikgerðin mjög frábrugðin henni? „Óhjákvæmilega er þetta töluvert frábrugðið. Þar sem þetta er leikgerð þá verðum við að gera hlutina leikbæra, en sagan er eftir sem áður sú sama. Þetta er ennþá saga þessa fallega drengs sem er að reyna að lifa í samfélagi hinna sem eru ekki nákvæmlega eins og hann. Eins og við öll í rauninni. Erum við ekki öll að velta því fyrir okkur hver setur reglurnar? Hver setur þessa mælistiku á það hvernig við eigum eða eigum ekki að vera?“ Brynhildur segir æfingarnar hafa gengið ljómandi vel en misjafnlega auðvitað. „Stundum hefur gengið vel og stundum hefur þetta verið brösótt. Þótt sagan sé lítil og hjartnæm þá erum við með mjög stóra umgjörð, danshöfundurinn Lee Proud er með okkur og sér um sviðshreyfingar, við erum með myndvörpun, leikmyndin er stór og sviðið náttúrulega gríðarstórt. Ég held samt að við séum búin að ydda þetta á þann hátt að við höldum nógu vel utan um þetta fjöregg sem sagan er til að umgjörðin beri hana ekki ofurliði. Það er öllum töfrum leikhússins beitt og útkoman er gríðarlega flott. Ég held að þegar þetta smellur allt saman sé heildarmyndin ofsalega falleg og þetta spili allt vel saman til að koma sögunni á framfæri. Það er allavega ekki þurrt auga á sviðinu þegar hvolpurinn birtist.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í bók Marks Haddon er það sérkennari Kristófers sem leiðir hann í gegnum rannsókn hans á hinu dularfulla hundsdrápi, en í leikgerðinni sem kemur úr ranni National Theater í London er hún hálfgerður sögumaður,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur kennslukonu aðalpersónunnar Kristófers í uppfærslu Borgarleikhússins á Furðulegu háttalagi hunds um nótt. „Það má segja að hún sé nokkurs konar akkeri hans í tilverunni, eina manneskjan sem skilur hann og hann kallar hana fram í hugann þegar eitthvað bjátar á.“ Bókin náði mikilli útbreiðslu og naut vinsælda hérlendis, er leikgerðin mjög frábrugðin henni? „Óhjákvæmilega er þetta töluvert frábrugðið. Þar sem þetta er leikgerð þá verðum við að gera hlutina leikbæra, en sagan er eftir sem áður sú sama. Þetta er ennþá saga þessa fallega drengs sem er að reyna að lifa í samfélagi hinna sem eru ekki nákvæmlega eins og hann. Eins og við öll í rauninni. Erum við ekki öll að velta því fyrir okkur hver setur reglurnar? Hver setur þessa mælistiku á það hvernig við eigum eða eigum ekki að vera?“ Brynhildur segir æfingarnar hafa gengið ljómandi vel en misjafnlega auðvitað. „Stundum hefur gengið vel og stundum hefur þetta verið brösótt. Þótt sagan sé lítil og hjartnæm þá erum við með mjög stóra umgjörð, danshöfundurinn Lee Proud er með okkur og sér um sviðshreyfingar, við erum með myndvörpun, leikmyndin er stór og sviðið náttúrulega gríðarstórt. Ég held samt að við séum búin að ydda þetta á þann hátt að við höldum nógu vel utan um þetta fjöregg sem sagan er til að umgjörðin beri hana ekki ofurliði. Það er öllum töfrum leikhússins beitt og útkoman er gríðarlega flott. Ég held að þegar þetta smellur allt saman sé heildarmyndin ofsalega falleg og þetta spili allt vel saman til að koma sögunni á framfæri. Það er allavega ekki þurrt auga á sviðinu þegar hvolpurinn birtist.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira