Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar