
Betri Kópavogur
Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor.
Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar.
Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum.
Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur.
Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.
Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun
Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar